Rannsókn kjörbréfs

Miðvikudaginn 10. apríl 1996, kl. 13:41:57 (4488)

1996-04-10 13:41:57# 120. lþ. 115.2 fundur 56#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[13:41]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Þá hafa borist eftirfarandi bréf:

,,Þar sem Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 3. varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurlandskjördæmi, Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjubóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar en 1. varaþingmaður og 2. varaþingmaður flokksins eru forfallaðir.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Svavar Gestsson,

formaður þingflokks Alþb. og óháðra.``

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

,,Vestmannaeyjum, 8. apríl, 1996.

Ég undirritaður varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurl. get því miður ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur, 5. þm. Suðurl., í fjarveru hennar nú. Ástæður þess eru annir í starfi mínu.

Virðingarfyllst,

Ragnar Óskarsson.``

Og þá er hér bréf, dagsett 9. apríl:

,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Margrétar Frímannsdóttur, 5. þm. Suðurl., á Alþingi sem 2. varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurl.

Virðingarfyllst,

Guðmundur Lárusson.``

Kjörbréfanefnd kom saman áður en þingfundur hófst til þess að rannsaka kjörbréf Ingibjargar Sigmundsdóttur. Til máls tekur formaður og framsögmaður kjörbréfanefndar, hv. 5. þm. Reykv. Sólveig Pétursdóttir.