Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 11. apríl 1996, kl. 11:55:03 (4536)

1996-04-11 11:55:03# 120. lþ. 116.4 fundur 344. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (nauðasamningar) frv. 64/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[11:55]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki skrýtið að hv. þm. Svavar Gestsson skuli vera hissa á því að samstarfsmenn í ríkisstjórn tali vel hver um annan og verji hver annan. Hann á því greinilega ekki að venjast frá samstarfi sínu við aðra flokka í ríkisstjórn. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar að öðru leyti en því að mér finnst allt í lagi að það sé rætt um vasa fjmrh. Fjmrh. eru í lagi á meðan þeir stinga höndunum í eigin vasa en geta verið hættulegir þegar þeir stinga höndunum í annarra manna vasa.