Vörugjald

Fimmtudaginn 11. apríl 1996, kl. 19:40:02 (4599)

1996-04-11 19:40:02# 120. lþ. 116.9 fundur 445. mál: #A vörugjald# (magngjald o.fl.) frv. 89/1996, 444. mál: #A virðisaukaskattur# (vinna við íbúðarhúsnæði) frv. 86/1996, fjmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[19:40]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tel afar eðlilegt að þessi umræða eigi sér stað hérna. Mér dettur ekki í hug að afsaka fjarveru stjórnarþingmanna nú. Ég bendi reyndar á að þetta er nokkuð óvenjulegur fundartími, komið fram á matartíma og fyrr í dag voru auðvitað hér ... (Gripið fram í: Þetta var svona í allan dag.) Nei, fyrr í dag voru stjórnarþingmenn hér í salnum og voru meira að segja skammaðir heilmikið þótt þeir hafi ekki sést í þeim mæli sem ég og fleiri hefðum kosið. Ég er ekki að afsaka fjarveru þeirra á nokkurn hátt en ég bendi á að flestir stjórnarþingmanna hafa auðvitað kynnst og komið að þeim málum sem hér hafa verið til umræðu áður en þau eru lögð fram á Alþingi. Það kann að vera skýringin á því hvers vegna þeir taka ekki þátt í umræðunum. En ég tek undir það að eðlilegt er að forseti ræði þetta við samstarfsmenn sína og formenn þingflokka. Ég skal sjálfur koma því til skila að undan þessu hafi verið kvartað í umræðunum í kvöld.