Fundarsókn stjórnarþingmanna

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 10:56:44 (4613)

1996-04-12 10:56:44# 120. lþ. 117.91 fundur 240#B fundarsókn stjórnarþingmanna# (aths. um störf þingsins), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[10:56]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Sá tími sem ætlaður er til þessarar umræðu er liðinn og því verður ekki framhald á umræðu um störf þingsins. En vegna þessarar umræðu og þeirra ábendinga sem beint hefur verið til forseta vill forseti geta þess að ábendingar komu fram í gær frá hv. þingmönnum sem forseti tók auðvitað eftir og gat þess af forsetastóli að hann hefði að sjálfsögðu þá afstöðu að hann leggur áherslu á það að þingmenn séu til staðar, það sé vel unnið í þinginu. Og vegna þessara ábendinga og þeirra umræðna sem hér hafa farið fram mun forseti taka þetta mál upp á forsætisnefndarfundi næsta mánudag þannig að hægt sé að fjalla um athugasemdir þingmanna. Engu að síður vill forseti leggja áherslu á að það er hans skoðun að þingmenn vinna hér mjög vel og er nauðsynlegt að það komi fram þrátt fyrir þessa umræðu sem hér hefur orðið. En forseti mun að sjálfsögðu hugleiða þetta mál og skoða í ljósi þeirrar umræðu sem hér hefur farið fram.