Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 16:09:30 (4642)

1996-04-12 16:09:30# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:09]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég gat um, getum við ekki nákvæmlega séð það fyrir hvenær við náum jafnvæginu, hvort það næst innan eins árs, tveggja eða þriggja. Ég vona að við náum því mjög fljótlega.

Ég er alls ekki sammála hv. þm. um það að við ættum þess vegna að setja eitthvert þak á þetta. Ég sé einmitt í þessu allt aðra leið vegna þess að nú erum við búin að stoppa þennan flota og nú erum við búin að búa til lög sem gera okkur kleift að minnka hann. Ef svo fer að þorskveiðarnar verða svo miklar að það sé meira en þessi floti þarf á að halda, sé ég einmitt möguleikana á því að opna þennan flokk fyrir þá smábáta sem voru svo ógæfusamir að velja sér aflamark 1991. Mér finnst miklu nær að nýta sér möguleikana til þess að bjarga þeim úr þeim klóm sem þeir sitja í núna.