Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 18:21:06 (4669)

1996-04-12 18:21:06# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[18:21]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. 155 þús. tonnin sem núna eru ákveðin er gólf samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. 21 þúsund tonnin eru gólf samkvæmt lögum. Það getur hver maður séð það í hendi sér að fari svo að þorskveiðar leggist af við Ísland eða verði kannski bara 50 þúsund tonn eða svo, og ríkisstjórnin þarf að taka þá ákvörðun, standast ekki lögin um 21 þúsund tonn. Þess vegna getur það alveg staðið áfram að við getum bara haft 13,9%, við þurfum ekkert að vera með 21 þúsund tonnin. Það er augljóst gagnvart þessari löggjöf að við ætlum að láta krókaleyfisbátana, löggjöfin gerir ráð fyrir því og frv. gerir ráð fyrir því, færast upp og niður alveg eins og aðra. Það er óþarfi að misskilja það.

Í öðru lagi, hv. þm., þegar kvótanum var úthlutað voru mér ekki gefin verðmæti. Ég var skertur og meira að segja skertur mun meira en margir aðrir. Ég var skertur um 2 þúsund tonn. Það var ekki gjöf, það var tekið af mér.