Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 18:33:55 (4675)

1996-04-12 18:33:55# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[18:33]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er minn skilningur á þessu fiskveiðistjórnunarkerfi að aflahlutdeildum var úthlutað til þeirra sem voru að veiða á ákveðnu tímabili kringum 1984. Síðan hefur lögunum verið breytt en kerfið hefur ekki breyst í samræmi við það. Og mér er stórlega til efs að núverandi framkvæmd standist landslög.