Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 19:20:14 (4689)

1996-04-12 19:20:14# 120. lþ. 117.12 fundur 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, 416. mál: #A stjórn fiskveiða# (heildarafli þorsks, úrelding nótaskipa o.fl.) frv., 469. mál: #A fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum# (nýting afla o.fl.) frv. 58/1996, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[19:20]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað er hægt að laga ýmislegt í meðförum nefnda, að sjálfsögðu er það hægt, sem betur fer er það sú aðferð sem við höfum í þinginu til þess að laga svona galla á málsmeðferð eins og mér sýnist hafa komið fram hér. Mér fannst hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson ekki mótmæla því harðlega. Kannski hefur ekki verið leitað nægilega vel eftir áliti þessara aðila. Að sjálfsögðu er það á ábyrgð stjórnarinnar, ábyrgð ríkisstjórnarinnar og hæstv. sjútvrh. sem leggur þetta frv. fram að tryggja ekki betur þennan veigamikla þátt í málinu. Það hefði m.a. mátt gera eins og ég benti á áðan með því að hafa meiri breidd í nefndinni sem vinnur skýrsluna, meiri breidd manna sem þekkja betur til þessara mála en þeir ágætu menn annars sem þarna eru. Hópurinn er ansi einlitur og ekki til þess fallinn að tryggja að sérstaklega sé gætt að þessu sjónarmiði.