Tilkynning um utandagskrárumræðu

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15:07:39 (4699)

1996-04-15 15:07:39# 120. lþ. 118.99 fundur 251#B tilkynning um utandagskrárumræðu#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:07]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill tilkynna að utandagskrárumræða fer fram á eftir þegar tekinn hefur verið fyrir 2. liður dagskrárinnar, fyrirspurnir til ráðherra, og atkvæðagreiðslum er lokið um 3. til og með 9. dagskrármál. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða. Málshefjandi er hv. þm. Sighvatur Björgvinsson og hæstv. sjútvrh. verður til andsvara.