Fæðingarorlof

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15:08:55 (4700)

1996-04-15 15:08:55# 120. lþ. 118.2 fundur 241#B fæðingarorlof# (óundirbúin fsp.), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:08]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Eitt af óvissuatriðunum sem tengjast því frv. til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem er til meðferðar í þinginu er hvernig ríkisstjórnin fyrirhugar að hafa skipan á fæðingarorlofi í landinu. Gefið er skýrt til kynna í athugasemdum við 12. gr. þess frv. að allir nýir ríkisstarfsmenn sem ekki eru embættismenn fari undir Tryggingastofnun samkvæmt lögum frá árinu 1993. Þetta yrði veruleg kjaraskerðing frá því sem nú er fyrir ríkisstarfsmenn. Þar sem ekki er að finna orð um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og heilbrrh. hefur skipað nefnd til að endurskoða lög um fæðingarorlof, vil ég spyrja hæstv. ráðherra eftirfarandi spurninga:

1. Hvenær mun umrædd nefnd ljúka störfum?

2. Eru forsendur nefndarinnar í samræmi við þau áform sem birtast í frv. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna?

3. Stendur kannski til að lengja fæðingarorlofið og að feður fái sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs?

4. Er Ingibjörg Pálmadóttir, hæstv. heilbrrh., sátt við þessa stefnu sem kemur fram í áðurnefndu frv. og telur hún líklegt að sú stefna auki líkurnar á því að feður taki fæðingarorlof ef greiðslur í fæðingarorlofi verða töluvert undir launum?