Minkalæður handa bændum í Skagafirði

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15:20:16 (4711)

1996-04-15 15:20:16# 120. lþ. 118.2 fundur 244#B minkalæður handa bændum í Skagafirði# (óundirbúin fsp.), SighB
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[15:20]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Mér leikur forvitni á að vita hvort það hafi verið gert í samráði við hæstv. forsrh., sem er yfirmaður Byggðastofnunar, að stjórn Byggðastofnunar hefur nú samþykkt að færa tilgreindum hópi bænda sem búsettir eru í Skagafirði, að gjöf að því er mér skilst, um það bil tíu minkalæður hverjum. Þá langar mig til að vita:

1. Í hvaða tilefni er þessi athyglisverða samþykkt gerð?

2. Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til að geta verið þessarar gjafar aðnjótandi önnur en þau að vera búsettir í Skagafirði?

3. Í hvaða tilgangi er verið að gefa mönnum tíu læður?