Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 17:57:36 (4824)

1996-04-16 17:57:36# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, ÁMM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[17:57]

Árni M. Mathiesen (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég get ekki annað en komið hér upp og sagt að mér þykja þessi ummæli hv. þm. Sighvats Björgvinssonar hvað varðar hv. þm. Vilhjálm Egilsson afar ódrengileg. Það hefur síst staðið á því að Vilhjálmur Egilsson hafi sinnt góðum störfum hér á Alþingi. Þótt það sé vafalaust svo í dag að nauðsyn banni að hann geti verið hér á fundi með okkur, finnst mér fullkomlega ástæðulaust að standa hér upp til að gera það sérstaklega að umræðuefni. Ég man ekki til þess að hv. þm. Vilhjálmur Egilsson hafi staðið hér upp til að kvarta yfir því þegar hv. þm. Sighvatur Björgvinsson hefur ekki getað komið til fundar þegar nauðsyn hefur bannað honum það. Ég verð að segja að mér þykja þessi ummæli ódrengileg.