Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 20:11:35 (4863)

1996-04-16 20:11:35# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[20:11]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Framsfl. hefur mjög þurft að láta undan í stjórnarsamstarfinu. Það er hægt að minna á heilbrigðismál, húsnæðismál og mörg fleiri mál. Ég ætla ekki að hirða um það. Ég bendi hins vegar á að nú reynir á hvort menn ætli að framfylgja þessu kosningaloforði og stefnumáli ríkisstjórnarinnar um að löggilda fjármagnstekjuskattinn.

Ég bendi hv. þm. á að fram hefur komið formleg og efnisleg andstaða þingmanna Sjálfstfl. Það er augljóst hvað margir sjálfstæðismenn vilja gera. Þeir vilja draga þetta mál niður. Við sjáum virðingu Sjálfstfl. gagnvart þessari umræðu. Fjmrh. er ekki viðstaddur umræðuna nema endrum og eins. Að vísu er öllum orðið sama um það hvort hæstv. fjmrh. er viðstaddur umræðuna eða ekki en það lýsir ákveðnu viðhorfi gagnvart málinu. Ég tel þetta vera mjög brýnt mál. Ég tel að Framsfl. gæti haft vissa samstöðu með hinum stjórnarandstöðuflokkunum með tilliti til forsögu sinnar og finni þessu máli eðlilegan og góðan farveg. Ég heiti á hv. þm. að taka málið til þannig umræðu í þingflokki Framsfl.