Greiðsla kostnaðar við lækningaferðir psoriasissjúklinga

Miðvikudaginn 17. apríl 1996, kl. 13:52:19 (4874)

1996-04-17 13:52:19# 120. lþ. 120.2 fundur 328. mál: #A greiðsla kostnaðar við lækningaferðir psoriasissjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[13:52]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram í fyrri ræðu minni hefur komið í ljós að meðferðin í Bláa lóninu hefur komið mjög vel út og svo vel að margir útlendingar hafa komið hingað undanfarnar vikur og mánuði og fengið meðferð í Bláa lóninu sem sýnir og sannar að þetta er meðferðarmöguleiki sem er góður kostur. Ég vil líka ítreka það sem ég sagði áðan að það ekki verið að skrúfa algerlega fyrir ferðir Íslendinga til Kanaríeyja því í 35. gr. almannatryggingalöggjafarinnar er gert ráð fyrir að það sé heimilt í sérstökum tilvikum að senda þessa sjúklinga út til meðferðar.