Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 17. apríl 1996, kl. 20:32:01 (4923)

1996-04-17 20:32:01# 120. lþ. 121.1 fundur 428. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtatekjur) frv., 429. mál: #A staðgreiðsla skatts af vaxtatekjum# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[20:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Samkomulag er um, sbr. 3. mgr. 63. gr. þingskapa, að ræða 1. og 2. dagskrármál saman. Umræðunni verður útvarpað og sjónvarpað héðan úr þinghúsinu. Umræðan skiptist í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur hver þingflokkur til umráða 20 mínútur en í síðari umferð 10 mínútur. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Alþfl., Sjálfstfl., Alþb. og óháðir, Þjóðvaki, Framsfl. og Samtök um kvennalista.

Ræðumenn Alþfl. verða: Jón Baldvin Hannibalsson, 9. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn., í þeirri síðari. Ræðumenn fyrir Sjálfstfl. verða Friðrik Sophusson fjmrh. og Pétur H. Blöndal, 16. þm. Reykv., í fyrri umferð og Árni M. Mathiesen, 2. þm. Reykn., í þeirri síðari. Fyrir Alþb. og óháða tala í fyrri umferð Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v., og Ingibjörg Sigmundsdóttir, 5. þm. Suðurl., en í þeirri síðari Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv., og Sigríður Jóhannesdóttir, 8. þm. Reykn. Fyrir Þjóðvaka tala Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn., í þeirri síðari. Af hálfu Framsfl. tala Gunnlaugur M. Sigmundsson, 2. þm. Vestf., og Valgerður Sverrisdóttir, 3. þm. Norðurl. e., í fyrri umferð, en Halldór Ásgrímsson utanrrh. í þeirri síðari. Af hálfu Samtaka um kvennalista tala Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., og Þórunn Sveinbjarnardóttir, 19. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í þeirri síðari.