Kosningar til Alþingis

Föstudaginn 19. apríl 1996, kl. 16:11:33 (5065)

1996-04-19 16:11:33# 120. lþ. 123.17 fundur 420. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., Flm. GÁS
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[16:11]

Flm. (Guðmundur Árni Stefánsson):

Virðulegi forseti. Þetta verður nú engin ræða. Ég vil einungis þakka hv. þingmönnum fyrir jákvæð viðbrögð við þessu frv. Það er hins vegar rétt að undirstrika að hér er um að ræða viðbótarheimildir. Í engu er gert ráð fyrir því að fækka eða loka þeim utanfundarkjörstöðum sem hefur verið haldið opinum í þessu skyni, heldur er hér verið að rýmka og bæta við kostum fyrst og síðast.

Ég árétta, virðulegi forseti, þakkir mínar til þeirra hv. þingmanna sem hér hafa lagt orð í belg og lýst stuðningi við þetta mál.