Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 22. apríl 1996, kl. 22:00:31 (5107)

1996-04-22 22:00:31# 120. lþ. 124.13 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[22:00]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að þingið sé ekki með þessari ákvörðun sinni að framselja ákveðið vald. Ég held að þingið sé hins vegar með þeirri ákvörðun að samþykkja þá tillögu sem hér liggur fyrir frá meiri hluta efh.- og viðskn. að ákveða nákvæmlega hver fyrirgreiðslan skuli vera til Landsbankans, með öðrum orðum að Landsbankinn skuli hafa heimild upp á 1 milljarð kr. til að endurfjármagna þá fyrirgreiðslu sem hann fékk á sínum tíma og þingið veitti einnig. Það er einmitt verið að gera það með mjög sambærilegum hætti núna eins og þá var gert.