Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 22. apríl 1996, kl. 23:04:59 (5130)

1996-04-22 23:04:59# 120. lþ. 124.13 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, KÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[23:04]

Kristín Ástgeirsdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir þá ósk að haldinn verði fundur í hv. efh.- og viðskn. til að skoða þetta mál og ekki eingöngu vegna þeirra nýju upplýsinga sem hafa komið fram í kvöld heldur einnig vegna þeirra formsatriða sem ég hef gert að umtalsefni í máli mínu. En mig langar til að benda á einn möguleika í þessari stöðu. Ég hef skilið það svo að þingflokksformenn hafi gert samkomulag um að ljúka umræðunni í kvöld. Það er einn möguleiki í stöðunni sem ég vil leita eftir hvort að hæstv. forseti og formaður hv. efh.- og viðskn. væru tilbúnir til að skoða og það er einfaldlega að kalla þessa ákveðnu tillögu aftur til 3. umr. þannig að nefndinni gefist kostur á að ræða hana sérstaklega. Þannig gætum við lokið 2. umr. um málið en tekið þessa einu tillögu til nánari skoðunar og hún kæmi þá til atkvæða, hugsanlega breytt, við 3. umr.