Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl. 13:37:25 (5141)

1996-04-23 13:37:25# 120. lþ. 125.1 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[13:37]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess áður en atkvæðagreiðsla hefst að hann hefur ráðfært sig við fulltrúa meiri hluta og minni hluta í nefndinni um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar en eins og fram kemur í nefndaráliti minni hlutans styður hann 12 af 13 breytingartillögum meiri hlutans við frv. Jafnframt er brtt. meiri hlutans, 13.b á þskj. 705, kölluð aftur til 3. umr. eins og fram kom í umræðum í gærkvöldi.