Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl. 16:54:11 (5163)

1996-04-23 16:54:11# 120. lþ. 125.2 fundur 262#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[16:54]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var margt í máli hv. þm. sem ég get tekið undir. En þingmaðurinn vék hér að Evrópumálunum og var að saka hæstv. ráðherra um að slá úr og í. Jafnframt gerði hann því skóna að það væru komnar sprungur í þagnarmúrinn sem reistur hefði verið í kringum Evrópumálin hér á landi. Mér fannst sem það væri þagnarmúr í kringum álit talsmanns Kvennalistans hér á þessu máli. Það var ekki að heyra eitt einasta orð um viðhorf Kvennalistans til þessara örlagaríku mála sem hafa orðið eitt aðalefni umræðunnar hér. Mér sýnist sem hv. þm. sé með munnhaft að þessu leyti en það væri ágætt um leið og þingmaðurinn bregður ráðherranum um að slá úr og í að þingmaðurinn tali skýrt í málinu.