Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl. 19:02:16 (5191)

1996-04-23 19:02:16# 120. lþ. 125.2 fundur 262#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[19:02]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel sjálfsagt að styðja þá viðleitni þessara ríkja að ganga inn í Atlantshafsbandalagið. Hitt er svo annað mál að ríki Austur-Evrópu og baltnesku löndin og Mið-Evrópu eru misjafnlega í stakk búin til að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Það er verið að undirbúa hvaða skilyrði verða fram sett og hverju menn verða að fullnægja til að geta orðið aðilar. Það er líka ljóst að við megum ekki ganga þannig fram að það komi upp nýir múrar í Evrópu. Það þarf að taka tillit til hinnar pólitísku stöðu. En ég hef tekið skýrt fram að hvorki Rússar né aðrir hafa neitunarvald í þeim málum. Stækkun Atlantshafsbandalagsins verður að miðast við að skapa meira öryggi í Evrópu en ekki minna og baltnesku löndin gera sér alveg fulla grein fyrir þessari stöðu.