Umferðarlög

Miðvikudaginn 24. apríl 1996, kl. 15:32:24 (5271)

1996-04-24 15:32:24# 120. lþ. 126.15 fundur 271. mál: #A umferðarlög# (einkamerki) frv. 37/1996, Frsm. ÁRÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur

[15:32]

Frsm. allshn. (Árni R. Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. spyr hvers vegna nefndin geri þá brtt. sem fram kemur í nefndaráliti hennar. Frá því er rétt að greina að nefndin fékk þær upplýsingar að miðað við þá tillögu sem fram kom í frv. sjálfu yrði hugsanlegt að ekki yrði úr miklum tekjum af þessum merkjum. En með því gjaldi sem nefndin gerði tillögu um væri líklegt að þær yrðu nokkrar og meira að segja nokkrar umfram tilkostnað og þar með rynni meira fé til Umferðarráðs en við gætum gert ráð fyrir án þessa.

Um önnur atriði sem fram komu í máli hv. þm. ætla ég ekki að fjalla. Ég vil þó svara því hvers vegna menn vildu leggja þetta til. Það var að vísu efni 1. umr. en ég get tekið fram hver mín skoðun er: Ég tel nauðsynlegt að við getum gert lífið á Íslandi svolítið skemmtilegra. Í því felst að menn fái að gæla svolítið við kenndir sínar og sérvisku, m.a. með því að auðkenna farartæki með þeim hætti sem hér er lagt til.