Brunamálastofnun

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:30:46 (5301)

1996-04-29 15:30:46# 120. lþ. 127.1 fundur 274#B Brunamálastofnun# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:30]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ef ekki verður af flutningnum þarf auðvitað að skipa stjórn því að þetta er bráðabirgðaástand, ég legg alveg sérstaka áherslu á það. Það hefur tafist lengur en ég ætlaði og það verður að ráða bót á því.

Hitt er annað mál að eins og lögin um Brunamálastofnun eru núna eru þau óskýr. Valdmörk á milli stjórnar og brunamálastjóra eru ekki nægilega skilgreind í lögunum. Frv. tók breytingum í meðförum Alþingis, því miður, og það varð til þess að valdmörk urðu óskýrari og fyrir bragðið kom upp sá styrr sem stóð um stofnunina í fyrravor. Ég vek athygli á því að ég held að Brunamálastofnun sé ekkert í hers höndum og það hafi verið tiltölulega rólegt og friðsamlegt um starfsemi hennar upp á síðkastið.