Háskóli Íslands

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:58:52 (5309)

1996-04-29 15:58:52# 120. lþ. 127.6 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:58]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins nokkur orð um upphæð gjaldsins. Innritunargjald í Háskóla Íslands var fyrst hækkað skólaárið 1992--1993, ef ég man rétt, og það var vegna skertra framlaga til Háskóla Íslands. Auðvitað hangir þetta saman við tölur. En tækifærið var notað til þess að hækka svokallað innritunargjald og í raun og veru búið til skólagjald úr innritunargjaldi. Um það snýst þetta mál.