Háskóli Íslands

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 17:58:07 (5330)

1996-04-29 17:58:07# 120. lþ. 127.6 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[17:58]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hygg nú að bæði þingið og þjóðin viti það að formaður Framsfl. stendur jafnan við það sem hann segir og er nú kannski þekktari fyrir það en ýmsir aðrir íslenskir stjórnmálamenn á seinni árum. Svona ræðuflutningur dæmir sig þess vegna sjálfur. Ég bið hvorki Framsfl. vægðar né svigna undir þessari umræðu. Ég tel að ekki sé deilt um stórmál. Allir flokkar eru sammála um prinsippið og hafa staðið að því. Stjórnarandstaðan vill hafa gjaldið 9.000 kr. Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um að hafa það 24.000 kr. Námsmenn munu njóta þess, þingmenn hafa ekki borið mótmæli þeirra hér upp við þessa umræðu þannig að ég held að þetta sé nú stormur í vatnsglasi sem hér hefur átt sér stað í dag.