Háskóli Íslands

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 18:00:53 (5332)

1996-04-29 18:00:53# 120. lþ. 127.6 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[18:00]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. segir að þetta snúist um prinsipp. Ég hef margsinnis farið hér yfir það að tillaga hv. þm. eru 9.000 kr. Hann er sammála um það og viðurkennir að þetta hefur verið um langa hríð með þessum hætti. En það sem ég hef farið yfir í dag er þessi hlálega umræða sem stjórnarandstaðan hefur í árásum sínum á Framsfl. og kosningafyrirheit hans viðhaft við þessa umræðu sem er fyrir utan öll mörk að mínu viti. (Gripið fram í: Ekki svona sár.) Ekkert sár yfir því, hv. þm., en mér finnst að það gangi ekki upp dag eftir dag að stjórnarandstaðan láti svona. (Gripið fram í: Það eru þrjú ár eftir.) Þrjú ár, það er auðvitað langur tími og mikið sem gerist á þessum þremur árum. Ég lýsti því yfir, hæstv. forseti, að ég trúi því að Framsfl. standi við fyrirheit sín á þessu kjörtímabili í sem flestum efnum. (SvG: Í sem flestum efnum.) Kosningafyrirheit eru með þeim hætti að þau eru markmið, það þekkir hv. þm. Svavar Gestsson og hefur ekki staðið við allt sem hann hefur sagt. (SvG: Í sem flestu.)