Háskóli Íslands

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 18:07:54 (5337)

1996-04-29 18:07:54# 120. lþ. 127.6 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[18:07]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mikil er veruleikafirring Framsfl. þessa dagana. Mig undrar að hv. þm. leyfir sér að segja í pontu á hinu háa Alþingi: Hver hefur ekki efni á að greiða skólagjöldin? Í hvaða tengslum er hv. þm. við veruleikann í landinu? Það hefur líka komið fram í máli hæstv. menntmrh. í vetur að hækkuð skólagjöld við háskólann hafi m.a. valdið því að fólk hafi hrakist frá námi og þá helst barnafólk. Ég minni aftur á kosningabaráttu Framsfl. sl. vor sem snerist öll um unga fólkið, menntamálin og framtíðina, störfin sem átti að búa til, skólagjöldin sem átti að lækka. Hvar er samviska Framsfl. í þessum efnum?