Háskóli Íslands

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 15:24:37 (5374)

1996-04-30 15:24:37# 120. lþ. 128.1 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv. 30/1996, VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[15:24]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri mér vel vel grein fyrir því að að hluta til fer þetta fjármagn til rekstrar Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Ég geri mér fulla grein fyrir því og það breytist ekki hvort sem þetta frv. er lögfest eða ekki. En ég spyr hv. þm. vegna þess að mér finnst hann vera að gefa það í skyn að Alþfl. hefði staðið öðruvísi að málum ef Alþfl. hefði verið í ríkisstjórn: Telur hann að Alþfl. hefði aflagt þetta gjald núna ef hann hefði verið í ríkisstjórn?