Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 16:16:56 (5391)

1996-04-30 16:16:56# 120. lþ. 128.3 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:16]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kvaddi mér hljóðs um stjórn fundarins til að mótmæla því að þetta mál verði tekið fyrir að fjarstöddum hæstv. menntmrh. Það er búið að þola það núna um nokkurt skeið að þessi umræða um nemendaskattana hefur farið fram án þess að ráðherrann væri við. En það er útilokað að þessi umræða færi fram án þess að hæstv. ráðherra sé viðstaddur þannig að ég fer eindregið fram á það að henni verði frestað þar til hæstv. menntmrh. getur verið viðstaddur.