Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 16:19:23 (5394)

1996-04-30 16:19:23# 120. lþ. 128.3 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:19]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá ósk hv. þm. Svavars Gestssonar að þetta mál verði ekki tekið á dagskrá nú og a.m.k. verði tóm til þess að eiga fund með forseta út af þessu máli á dagskrá fundarins. Það er hárrétt hjá hv. þm. Sigríði Önnu Þórðardóttur að þetta er samkomulagsmál út úr menntmn. Eitt og sér er það samkomulagsmál. En það sem hefur gerst síðan og við ræddum fyrr í dag, er að það urðu átök í þingsal um að það er búið að taka annað mál út úr efh.- og viðskn. auk þess sem Svavar Gestsson benti á að það er búið að dreifa nýju frv. á borð. Það var reyndar búið að orða það við forseta í dag að það væri ósk um að þessi mál yrðu ekki rædd öðruvísi en í návist menntmrh. Við þurfum að ganga eftir því hvaða viðbrögð verða við því þannig að það er mjög mikilvægt að þetta mál fari ekki á dagskrá núna.

(Forseti (StB): Vegna þeirra óska sem hér hafa komið fram þykir forseta eðlilegt að fresta umræðu um 3. dagskrármálið og er þeirri umræðu frestað þar til síðar á þessum fundi.)