Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 21:40:48 (5416)

1996-04-30 21:40:48# 120. lþ. 128.7 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[21:40]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála því að þetta er spor í rétta átt en þetta er ekki nóg að mínu mati. Ég vil fá að taka undir það sem hv. þm. Sólveig Pétursdóttir sagði áðan að það að þekkja uppruna sinn sé mannréttindi megi til sanns vegar færa. Ég er hjartanlega sammála því. Og ég sé ekki stóran mun á því að komast að því hvort maður er getinn með kynfrumugjöf eða hvort maður er getinn af hermönnum sem voru hér á landi fyrr á árum. Ég sé ekki stóran mun á því. Menn hafa alveg sömu þörf fyrir það að komast að því hvert líffræðilega foreldrið er.