Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 21:49:00 (5424)

1996-04-30 21:49:00# 120. lþ. 128.7 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[21:49]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. þm. Sólveigar Pétursdóttur um umsögn heilbr.- og trn. vil ég staðfesta það sem kom fram hjá hv. þm. Siv Friðleifsdóttur að það voru mjög skiptar skoðanir í nefndinni og það kom til álita að skila inn tveimur álitum, meiri- og minnihlutaáliti en okkur var sagt þar af okkur reyndar þingmönnum að það tíðkaðist ekki í umsögn til annarrar nefndar. Við sem vorum í minni hluta á fundinum (Gripið fram í.) létum því duga að það kæmi fram í nál. að skoðanir væru skiptar þar sem við vorum mjög andvíg nafnleyndarreglunni. Ég er mjög sammála Siv Friðleifsdóttur og verð sannfærðari með hverjum deginum að við getum ekki lögfest nafnleyndarregluna í þessum lögum. Vegna ummæla um umræður í norska þinginu um nafnleyndina vil ég vekja athygli á því að í umsögn umboðsmanns barna til allshn. er bent á að norsk yfirvöld hafa fengið athugasemd frá þeirri nefnd sem fylgist með því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé haldinn að þetta standist ekki barnasáttmálann, þetta sé brot á þeim samningi og þau skilaboð eru komin í norska þingið.