Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 22:36:10 (5431)

1996-04-30 22:36:10# 120. lþ. 128.9 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 308. mál: #A réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands# (erlend eignaraðild að skipum) frv. 53/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:36]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykir afar einkennilegt að hv. þm. skuli komast að þeirri niðurstöðu að tal hans um veiðileyfagjald hafi engin áhrif á áhuga erlendra aðila til þess að fjárfesta í sjávarútvegi. Hv. þm. hlýtur að vita það jafnvel betur en flestir aðrir að ef erlendir aðilar að gefnu því kerfi sem við búum við í dag fara að kaupa hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum hlyti sá hlutur að verða verðminni ef sett yrði á veiðileyfagjald sem einhverju máli skipti.