Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 22:59:10 (5437)

1996-04-30 22:59:10# 120. lþ. 128.9 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 308. mál: #A réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands# (erlend eignaraðild að skipum) frv. 53/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:59]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð bara að segja eins og er að ég held að þið munið ekki nákvæmlega eftir þeirri umræðu sem fór fram strax í upphafi ...

(Forseti (StB): Hv. þm.)

... hv. þm., Ágúst Einarsson. Við 1. umr. lýsti ég því yfir að ég mundi styðja fram komna tillögu ríkisstjórnarinnar. Ég er einfaldlega að lýsa því yfir að ég mun standa við þá yfirlýsingu sem ég gaf þá. Ég viðurkenni að sjálfsögðu að það var ekki gengið mjög langt í þá átt sem við vildum fara með beinni fjárfestingu. Það er bara sú málsmeðferð sem málið fékk. Í mínum flokki var reyndar verulegur stuðningur við þetta, en ríkisstjórnin hafði lagt þetta fram. Okkar sjónarmið eru komin fram og verða áfram til umræðu. Það er ekkert háðuglegt í mínum huga. Mér finnst það bara ekkert háðuglegra en tillaga hv. þm. Ágústs Einarssonar sem var í rauninni óþörf og ég get ekki séð að það þjóni neinum tilgangi að styðja hana á þessu stigi málsins. Aftur á móti mundi ég bjóða hv. þm. að vera með mér á tillögu um beina fjárfestingu í sjávarútvegi á næsta þingi og ég tel mig ekki vera hættan með þetta mál. Ég tel mig vera að byrja með þetta mál og að því leytinu til get ég staðið fullkeikur eftir þessa umræðu eins og áður.