Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 23:07:25 (5441)

1996-04-30 23:07:25# 120. lþ. 128.9 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 308. mál: #A réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands# (erlend eignaraðild að skipum) frv. 53/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[23:07]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Endirinn á þessari góðu vísu úr Hávamálum er þannig:

  • Blindur er betri
  • en brenndur sé,
  • nýtur manngi nás.
  • Ég hefði túlkað þetta þannig, hv. þm., að það verða sennilega margir um að reyna að koma þessu máli áfram, haltir eða með aðstoð annarra og koma því til enda, sama hversu illa horfir. Ef þeir halda áfram og sýna þrautseigju þá ná þeir markmiði sínu. Það er einfaldlega boðskapurinn með þessari Hávamálaumræðu og ég vona að hv. þm. geti rifjað þetta upp sem gamall skólastjóri hvernig menn túlkuðu þessa vísu í skólum fyrr á hans tíma.

    Varðandi þá hugmynd að leyfa erlendum aðilum að fjárfesta í fiskvinnslunni einvörðungu lýsti ég því áðan í ræðu minni að ég tel það marklausa hugmynd því að fiskvinnsla og útgerð eru svo nátengd að þar verður ekki um neina fjárfestingu að ræða. Fyrir svo utan það er fiskvinnslan í dag rekin með halla og gengur mjög illa. Af þeim sökum einum held ég að það verði ekki eftirsóknarverður fjárfestingarkostur fyrir erlenda aðila og við séum í rauninni þar með að segja að við höfum engan áhuga á því að láta erlenda aðila fjárfesta beint í íslenskum sjávarútvegi.