Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 23:47:23 (5445)

1996-04-30 23:47:23# 120. lþ. 128.9 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 308. mál: #A réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands# (erlend eignaraðild að skipum) frv. 53/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[23:47]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ef hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon les tillögu okkar fjórmenninganna sér hann að í þeirri tillögu er gert ráð fyrir því að eignaraðildin sé að meiri hluta til íslensk þannig að samkvæmt henni er engin hætta á öðru en að íslensk yfirráð séu tryggð.

Aftur á móti hef ég verið að reyna að færa rök fyrir því að bein fjárfesting sé í rauninni miklu tryggari leið til þess að styrkja sjávarútveginn en óbein því að hún gæti leitt til þess að arður sjávarútvegsins rynni í gegnum önnur fyrirtæki eða til annarra fyrirtækja í einhverri fyrirtækjakeðju. Ég er ekki að segja að þessi reikningsdæmi gangi öll saman upp og ég vona svo sannarlega að það verði ekki farið út í þær kúnstir. Auðvitað býður þetta upp á það og það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verður látið reyna.