Háskóli Íslands

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 13:27:51 (5465)

1996-05-02 13:27:51# 120. lþ. 129.1 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv. 29/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[13:27]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég vil láta það koma fram að ég tel að það hafi orkað mjög tvímælis að neita hv. þm. Ögmundi Jónassyni um að gera athugasemd áðan um störf þingsins. Ég vil sérstaklega láta það koma fram vegna þess að hæstv. félmrh. leyfði sér að gera með óvenjulegum hætti lítið úr verkalýðshreyfingunni í landinu í athugasemdum sínum áðan. Það auðvitað er í góðu samræmi, hæstv. forseti, við vinnubrögð Framsfl. m.a. varðandi það frv. sem hér er verið að greiða atkvæði um.

Á síðasta kjörtímabili beitti Framsfl. sér gegn skólagjöldum. Hann beitti sér gegn breytingum á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Núna er Framsfl. í fyrsta sinn í sögunni sem handbendi íhaldsins í þessu máli eins og öðrum að lögfesta skólagjöld í Háskóla Íslands. Við greiðum atkvæði gegn því.