Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 15:02:48 (5481)

1996-05-02 15:02:48# 120. lþ. 129.13 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[15:02]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Út af fyrir sig er tilgangslaust að elta ólar við ummæli hæstv. menntmrh. í þessu máli frekar. Það er alveg greinilegt að hann vill ekki taka af skarið í þessu efni og það vekur tortryggni um hug meiri hluta Framsfl. og Sjálfstfl. gagnvart því frv. sem hér liggur fyrir. Mér segir svo hugur um að áður en þetta kjörtímabil er allt geti það komið á daginn að þeir kjósi að fylgja þeirri leið gagnvart kennurunum sem þeir eru að lögfesta á öðru spori í þinginu með umdeildum breytingum á lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ég segi það alveg eins og er að ég tel að svör menntmrh. komi upp um það að ástæða sé til að viðhafa tortryggni gagnvart ríkisstjórninni í þessu máli.