Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 16:23:17 (5497)

1996-05-02 16:23:17# 120. lþ. 129.13 fundur 323. mál: #A réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla# frv. 72/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[16:23]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ekki ætla ég að varpa neinum skugga á þessa merkilegu ræðu sem hér var flutt og þakka ég fyrir mörg af þeim hlýju orðum sem féllu í minn garð.

Varðandi hitt atriðið get ég hins vegar ekki gengið lengra í yfirlýsingum mínum en ég hef nú þegar gert. Það er ekki hægt að gefa neina almenna reglu um það hvernig verður tekið á réttindum þessa fólks. Ríkið hefur ekki nein sambærileg störf og það verður farið að lögum og reglum um það hvernig á þeirra málum verður tekið. Þau hafa verið til skoðunar og eru til skoðunar og menn skilja ekki við þetta mál án þess að þau verði leyst eins og önnur mál. Hvort það verður viðunandi fyrir alla vil ég ekki fullyrða á þessu stigi. En að sjálfsögðu verður að því stefnt að komast að samkomulagi og klára það mál innan þess umboðs sem við höfum til þess að ljúka slíkum málum við starfsmenn ríkisins.