Grunnskóli

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 17:21:07 (5509)

1996-05-02 17:21:07# 120. lþ. 129.14 fundur 501. mál: #A grunnskóli# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 77/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[17:21]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Eins og menn sjá af frv. er verið að afhenda skólahúsnæði endurgjaldslaust til sveitarfélaganna. Það kann að gilda öðru máli um kennaraíbúðir eða skólastjóraíbúðir og það kunna að vera annars konar samningar sem menn gera á milli ríkisins og sveitarfélaganna um slíkt húsnæði. Þannig verður líka að líta á þetta. Það kunna að gilda önnur lögmál um íbúðir og skólastjórahús en skólahúsnæðið sjálft. Það verður því líka skoðað í þessu ljósi. Íþróttamannvirkin yrðu sameiginlega nýtt o.s.frv. Um slík tilvik kann Alþingi að þurfa að taka afstöðu til á fjárlögum eða öðru slíku, hvort eigi að selja þetta eða hvernig eigi að ráðstafa þessu. Hér er mælt fyrir um skólahúsnæði, það er flutt með þessum hætti, hitt húsnæðið verður áfram í eigu ríkisins og það verður þá hægt að semja um afnotin eða hvernig að þeim eignum verður staðið. Það þarf líka að huga að rétti ríkisins í því og eignafærslu þess. Menn þurfa því að gefa sér ærinn tíma til þess að skoða þau mál.