Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 21:07:32 (5524)

1996-05-02 21:07:32# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[21:07]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skildi hv. þm. svo að hann telji að ófrjó kona eigi ekki að eiga sama möguleika og ófrjór karl til þess að geta eignast afkvæmi.

Ég vil líka segja, fyrst ég hef tækifæri til, að mér fannst það koma fram í máli hv. þm., kannski ekki fyrst og fremst núna heldur fyrr í kvöld, að það þyrfti ekkert að vera að hafa neinar áhyggjur af því fólki sem stendur í þessum vandamálum að geta ekki eignast börn. Það væri nóg af börnum til í heiminum og það væri ekki aðalvandamálið að það gætu ekki allir fætt af sér afkvæmi. Mér finnst þetta vera hugsunarháttur sem ég get ekki fellt mig við. (HG: Geta það allir að fengnum tillögum meiri hluta nefndarinnar? Ég spyr.)