Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 21:23:56 (5527)

1996-05-02 21:23:56# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[21:23]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta var nú ekki rismikil athugasemd. Hv. þm. hefur greinilega ekki almennilega kynnt sér tillögu hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar enda er hún það nýlega fram komin. Það var verið að mæla fyrir henni rétt fyrr í dag þannig að ég taldi rétt að nefna að það er ýmislegt í henni sem ég tel ástæðu til að skoða. En málið er bara rétt komið fram og ég gef mér rétt til að athuga það nánar. Aftur á móti kom skýrt fram í máli mínu að ég er á öndverðum meiði við þá sem eru með nafnleyndinni. Ég er gegn því að nafnleyndin verði í frv. Það kom mjög skýrt fram og það er grundvallaratriði. Þetta hefur komið mjög skýrt fram, hv. þm.