Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 21:32:06 (5533)

1996-05-02 21:32:06# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[21:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað er alltaf ákveðinn fjöldi sem getur ekki leitað uppruna síns. En við getum ekki lögfest það að meina ófæddum Íslendingum að leita uppruna síns sé það mögulegt. Auðvitað er fullt af fólki rangt feðrað í kringum okkur og alls staðar í heiminum. Það fólk getur auðvitað ekki leitað uppruna síns. En ég tel rangt að lögfesta það þegar við erum að setja nýja löggjöf um tæknifrjóvgun að ákveðinn fjöldi barna sem verða til geti ekki leitað uppruna síns. Ég tel það brot á mannréttindum þeirra einstaklinga sem þannig verða til.