Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 23:31:32 (5556)

1996-05-02 23:31:32# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. meiri hluta SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[23:31]

Frsm. meiri hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna fyrri ræðu hv. þm. varðandi umsögn Lögmannafélagsins vil ég geta þess að Lögmannafélagið mælir eindregið með nafnleynd. Hins vegar telur það ekki rétt að bjóða upp á þennan valmöguleika í stöðunni. Ég bendi hins vegar á að það viðgengst víða í ríkjum að hafa einmitt þennan valmöguleika og allt bendir til þess að réttarþróun í Evrópu sé á þeirri leið.

Ég velti því aftur fyrir mér vegna orða hv. þm. Hjálmars Jónssonar um það að skoðanir séu ekki nógu skýrar hvort hann væri sáttur við að það yrði lagt til í allshn. að setja endurskoðunarákvæði inn í frv.