Tæknifrjóvgun

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 23:32:37 (5557)

1996-05-02 23:32:37# 120. lþ. 129.15 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. 2. minni hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[23:32]

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Mín skoðun er sú að það sé afar mikilvægt að setja lög um tæknifrjóvgun á Íslandi. Það er mikil réttaróvissa á þessu sviði og ég tel ekki eðlilegt að við búum við hana. Það er eðlilegt að Alþingi Íslendinga setji lög í landinu. Það verðum við að gera þótt þekkingin sé í molum og við höfum ekki allar upplýsingar. Við verðum einnig að treysta á það að við semjum og setjum lög sem horfa til bóta og framfara. Ég tel mikilvægt að lög verði sett og mun því skoða þetta og kanna hvernig við getum búið þannig um hnútana að sú umræða sem verður í þjóðfélaginu og hlýtur að eiga sér stað áfram á Alþingi Íslendinga leiði til farsælla lausna, því hér er mikið álitaefni á ferðinni. Þetta vil ég gjarnan skoða með hv. formanni allshn., Sólveigu Pétursdóttur, og öðrum í allshn.