Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 11:34:19 (5579)

1996-05-03 11:34:19# 120. lþ. 130.91 fundur 284#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[11:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa hvernig ætlað er að haga fundahaldi í dag. Þar sem fundur hófst klukkustund eftir venjulegan fundartíma verður ekki gert matarhlé heldur haldið áfram til kl. 6, í lengsta lagi til 6.30. Að loknum atkvæðagreiðslum verður 5. mál, Einkaleyfi, tekið fyrir í von um að þar verði ekki langar umræður en aðalefni fundarins í dag er framhaldsskólafrv., 2. umr. Síðar í dag verður kannað hvort hægt verður að taka fyrir 7. dagskrármálið, Mannanöfn, og ljúka því og síðan eru fjögur þingmannamál sem ætlunin er að taka einnig fyrir í dag. En við sjáum hverju fram vindur.

Forseti vill geta þess líka varðandi 3. dagskrármálið, Tæknifrjóvgun, að atkvæðagreiðsluskjal á að liggja á borðum þingmanna.