Tæknifrjóvgun

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 11:38:50 (5580)

1996-05-03 11:38:50# 120. lþ. 130.3 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[11:38]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Þar sem samkomulag hefur orðið um það að taka frv. til laga um tæknifrjóvgun aftur til nefndar til skoðunar nú að lokinni 2. umr. þá kalla ég brtt. á þskj. 842 frá 2. minni hluta allshn. aftur til 3. umr. Ég óska því eftir að hún komi ekki til atkvæða núna og kann hv. formanni allshn., Sólveigu Pétursdóttur, þakkir fyrir að bregðast við því.