Tæknifrjóvgun

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 11:46:15 (5582)

1996-05-03 11:46:15# 120. lþ. 130.3 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[11:46]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á því að með þeirri tillögu sem ég flutti um þetta efni er tekið undir eindregin tilmæli í umsögnum frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, frá Barnaverndarráði Íslands og í raun þeirri stefnu sem Félag ísl. hjúkrunarfræðinga hefur lýst til þessa máls. Ég tel hörmulegt að það skuli af hálfu meiri hluta allshn. ekki hafa verið tekið tillit til eindreginna krafna um það að siðferðileg sjónarmið og og hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi í sambandi við meðferð tæknifrjóvgunar. Það er niðurstaða úr þessari atkvæðagreiðslu að þau sjónarmið eru fyrir borð borin og ég lýsi hryggð minni yfir því að svo skuli fara. Ég segi já, virðulegur forseti.