Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 13:31:19 (5596)

1996-05-03 13:31:19# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:31]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bregðast við þeim ummælum hv. síðasta ræðumanns um að það væri eðlilegra að kennarafundur samþykkti skólanámskrá í stað skólanefndar, þ.e. ákvæði 22. gr. frv. Það er alveg ljóst að það er skólanefndin sem markar áherslur í starfi skólans samkvæmt 7. gr. og síðan er það skólameistari sem hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Það er þess vegna mjög eðlilegt að skólanefndin, sem markar áherslu í starfi skólans, samþykki skólanámskrána en ekki þeir starfsmenn skólans sem hafa unnið hana sjálfir.