Framhaldsskólar

Föstudaginn 03. maí 1996, kl. 14:09:17 (5598)

1996-05-03 14:09:17# 120. lþ. 130.6 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[14:09]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég gat ekki betur heyrt en hv. þm. Svanfríður Jónasdóttir færi rangt með staðreyndir þegar hún vék að Fiskvinnsluskólanum í máli sínu áðan. Það var ekki hægt að skilja hana öðruvísi en svo að þar færi ekki fram nein verkleg kennsla, að verklega kennslan færi öll fram utan veggja skólans. Það ert hins vegar ekki rétt og þar sem ég sit í skólanefnd Flensborgarskóla, sem er a.m.k. eins og stendur með skólanefndarstörf fyrir fiskvinnsluskóla, þá tel ég rétt að leiðrétta það að innan skólans og samkvæmt kennsluskrá skólans fer fram mjög viðamikil verkleg kennsla. Ég vil bara koma þessu á framfæri og leiðrétta hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur hér með.